Marín Laufey tvöfaldur Evrópumeistari

Marín Laufey Davíðsdóttir úr glímuliði HSK varð um síðustu helgi tvöfaldur Evrópumeistari í keltneskum fangbrögðum en mótið fóra fram í Leon á Spáni.

Marín sigraði bæði í backhold og gouren í -90 kg flokki kvenna og náði svo öðru sæti í lucha leonesa sem er fang heimamanna. Í lok móts var Marín svo kjörin besta fangbragðakona mótsins og einnig var hún valin besta gourenkona mótsins.

Guðrún Inga Helgadóttir úr HSK tók einnig þátt í mótinu. Hún keppti í -56 kg flokki kvenna og varð þriðja í backhold og önnur í gouren og lucha leonesa.

Ísland átti fjóra aðra keppendur á mótinu sem allir stóðu sig vel og vann Ísland samtals til 15 verðlauna á mótinu.

Fyrri greinMaria og Guðni Már sýna í Hveragerði
Næsta greinSigrún bætti HSK metið í hálfmaraþoni