Marín Laufey og Jana Lind taka forystuna

Fyrsta umferðin í meistaramóti Íslands í glímu fór fram í Íþróttahúsi Kennaraháskólann í Reykjavík á dögunum og tóku þrír keppendur frá HSK þátt í mótinu.

Marín Laufey Davíðsdóttir úr Samhygð tók þátt í opnum flokki kvenna og +65 kg flokki kvenna og vann hún allar sínar glímur á mótinu sem voru níu talsins. Hún hefur því tekið forystu í stigakepnninni til Íslandsmeistara í þessum flokkum.

Jana Lind Ellertsdóttir úr Garpi hefur tekið forystu í stigakeppninni í ‚65 kg flokki kvenna, hlaut 1,5 vinninga og þar er Guðrún Inga Helgadóttir úr Vöku í öðru sæti með 0,5 vinninga. Guðrún Inga tók inning þátt í opnum flokki kvenna og þar eru hún í fimmta sæti eftir fyrstu umferðina.

Næsta umferð í mótinu fer fram í Reykjavík 14. nóvember nk.

Fyrri greinMörk í Listasafni Árnesinga
Næsta greinJörð skelfur við Ölfusárósa