Marín Laufey Íslandsmeistari

Íslandsmótið í backhold fór fram fyrir skömmu í sal júdófélags Njarðvíkur. Þrír keppendur af sambandssvæði HSK unnu til verðlauna.

Marín Laufey Davíðsdóttir varð Íslandsmeistari í opnum flokki kvenna og einnig í +65 kg flokki kvenna. Jón Gunnþór Þorsteinsson sigraði í unglingaflokki +80kg og Guðrún Inga Helgadóttir varð önnur í -65 kg flokki kvenna.

Backhold er glímuíþrótt sem á uppruna sinn í Skotlandi. Góð þátttaka var í mótinu og mikið um skemmtilegar viðureignir.

Fyrri greinGestirnir hirtu stigin
Næsta greinVörur læstar inni og reikningar ekki greiddir