Marín Laufey í Keflavík

Körfuknattleikskonan Marín Laufey Davíðsdóttir er gengin í raðir Keflavíkur frá Hamri. Marín var lykilmaður í liði Hamars í vetur.

Marín Laufey, sem er 18 ára, gerði tveggja ára samning við Keflavík. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Keflavíkur.

Hún átti frábært tímabil með Hamri í vetur, skoraði 12,2 stig að meðaltali og tók 11,0 fráköst.

Marín var valinn dugnaðarforkur Domino’s-deildarinnar á fyrri hluta keppnistímabilsins í vetur og það er ljóst að skarðið sem hún skilur eftir sig í Hveragerði verður vandfyllt.