Marín Laufey hafði algjöra yfirburði

Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK, vann Freyjumenið þriðja árið í röð þegar hún sigraði í Íslandsglímu kvenna sem fram fór á Selfossi í dag.

Marín Laufey sigraði með einstökum yfirburðum en hún vann alla fimm keppinauta sína á fyrstu sekúndunum í hverri glímu. Þetta er þriðja árið í röð sem Marín Laufey sigrar þessa keppni en í dag var keppt um Freyjumenið í fjórtánda sinn.

Keppni í Íslandsglímu karla, þar sem keppt er um Grettisbeltið, stendur nú yfir í Iðu og þar er Stefán Geirsson eini keppandinn frá HSK.

Fyrri greinVelheppnuð Góugleði
Næsta greinJafnt í hörkuleik