Marín Laufey glímukona mótsins

Marín Laufey Davíðsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Marín Laufey Davíðsdóttir og Jana Lind Ellertsdóttir, báðar úr HSK, náðu frábærum árangri Evrópumótinu í keltneskum fangbrögðum sem haldið var í Reykjanesbæ um síðustu helgi.

Marín Laufey sigraði og varð Evrópumeistari í -80 kg flokki bæði í glímu og backhold og varð síðan í 2. sæti í gouren í sama þyngdarflokki. Hún var kosin glímukona mótsins í glímu og backhold.

Jana Lind náði sömuleiðis í Evrópumeistaratitil en hún sigraði í glímu í -56 kg flokki. Hún varð í 3. sæti í -56 kg flokknum bæði í gouren og backhold.

Jana Lind Ellertsdóttir efst á verðlaunapalli í glímu. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinHellutorfæran um næstu helgi
Næsta greinLög Jónasar og Jóns Múla á karlakórstónleikum