Marín Laufey glímukona ársins

Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK, var á dögunum valin glímukona ársins 2017 og tók hún á móti viðurkenningunni á uppskeruhátíð Íþrótta- og Ólympíusambandsins á milli jóla og nýárs.

Marín Laufey var eini keppandi aðildarfélaga HSK sem fékk viðurkenningu þetta kvöld.

„Marín Laufey er 22 ára gömul og átti góðu gengi að fagna á glímuvellinum árið 2017. Marín sigraði öll glímumót sem hún tók þátt í á árinu 2017 en helsta afrek hennar var þegar hún sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Freyjumenið í fimmta sinn. Marín keppti einnig á fjölmörgum alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum þar sem hún var ávalt í verðlaunasæti og varð meðal annars Evrópumeistari í backhold og rangglen í apríl. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan,“ segir í umsögn glímusambandsins.

Fyrri greinSkemmdirnar virðast bundnar við þakið
Næsta greinFylgdarakstur yfir Þrengslaveg