Marín, Jana og Guðni taka forystuna

Önnur umferðin í meistaramótaröð Glímusambands Íslands fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans síðastliðinn laugardag. Fjórir keppendur frá HSK tóku þátt í mótinu.

Marín Laufey Davíðsdóttir vann sínar viðureignir í opnum flokki kvenna, en varð önnur í +65 kg flokki kvenna. Hún er með örugga forystu í báðum flokkum til Íslandsmeistara.

Jana Lind Ellertsdóttir vann í -65 flokki kvenna og Guðrún Inga Helgadóttir varð önnur. Þær eru í tveimur efstu sætunum í stigakeppninni.

Þá vann Guðni Elvar Björnsson í unglingaflokki í +80 kg og tók forystuna í stigakeppninni.

Fyrri greinElísa Dagmar söng til sigurs
Næsta greinTrausti kynnir „Mótun framtíðar“