Marín glímudrottning Íslands

Marín Laufey Davíðsdóttir, Umf. Samhygð, hlaut í gær sæmdarheitið glímudrottning Íslands þegar hún sigraði í glímunni um Freyjumenið á Íslandsglímunni sem fram fór á Reyðarfirði.

Þetta er í fyrsta sinn sem Marín Laufey vinnur þennan titil. Hún hafði nokkra yfirburði í kvennaflokknum og hlaut 7,5 vinninga. Hún fékk einnig afhentan verðlaunagripinn Rósina fyrir fagra glímu.

Hugrún Geirsdóttir varð í 4. sæti með 5 + 0,5 vinninga og Brynhildur H. Sigurjónsdóttir sjötta með 3,5 vinninga.

Í karlaflokki sigraði Pétur Eyþórsson, Ármanni, en HSK átti engan fulltrúa í keppninni um Grettisbeltið.

Mótið fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og fjölmargir áhorfendur urðu vitni að spennandi keppni frá upphafi til enda.

Fyrri greinMennirnir réru í land
Næsta greinKvennakórtónleikar í kvöld