Marín besti ungi leikmaðurinn

Marín Laufey Davíðsdóttir, Hamri, var útnefnd besti ungi leikmaðurinn í Domino's-deild kvenna í körfubolta í vetur en lokahóf KKÍ fór fram í kvöld.

Marín Laufey átti mjög gott tímabil fyrir Hamar en í vor hafði hún vistaskipti og gekk í raðir Keflavíkur.

Þá var Ragnar Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn, valinn í úrvalslið Domino’s-deildar karla en sem kunnugt er hefur Ragnar samið við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons eftir frábært tímabil með Þórsurum í vetur.