Maria valin í norska A-landsliðið

Selfyssingurinn Maria Þóris­dótt­ir hef­ur verið val­in í norska A-landsliðið í knattspyrnu í fyrsta sinn fyrir Al­gar­ve-bik­arinn þar sem Nor­eg­ur mæt­ir meðal ann­ars Íslandi á föstu­dag.

Mbl.is greinir frá þessu en Maria sagðist við Morg­un­blaðið á dög­un­um ekki úti­loka að leika fyr­ir A-landslið Íslands í framtíðinni, þrátt fyr­ir að hafa alltaf búið í Nor­egi.

Ekki er víst að leik­ir í Al­gar­ve-bik­arn­um komi í veg fyr­ir að hún geti spilað fyr­ir Ísland síðar. Regl­ur FIFA kveða þó á um að ef leikmaður leiki í aðal- eða undan­keppni stór­móts með einu A-landsliði geti hann ekki leikið síðar með öðru.

Maria er dótt­ir Þóris Her­geirs­son­ar og Kirsten Gaard en hún hef­ur síðustu daga verið með U23-landsliði Nor­egs á móti á La Manga á Spáni.

Fyrri greinMiðaði skammbyssu á vegfarendur
Næsta greinKonan var með leikfangabyssu