María og Eðvald HSK meistarar í golfi fatlaðra

Keppendur ásamt Gylfa þjálfara. Ljósmynd/Þorbjörg

Héraðsmót í golfi fatlaðra var haldið á Ljósafossvelli þann 28. ágúst síðastliðinn. Keppendur voru tíu talsins og hafa þeir æft golf í sumar undir stjórn Gylfa Sigurjónssonar golfkennara.

Eins og undanfarin sumur tóku starfsmenn Ljósafossvirkjunar vel á móti keppendum og var þeim boðið á sýningu í Ljósafossvirkjun og pizzahlaðborð að móti loknu.

Úrslit voru eftirfarandi:
Kvennaflokkur: 1. sæti María Sigurjónsdóttir,  2. sæti Telma Þöll Þorbjörnsdóttir,  3. sæti Sigríður Erna Kristinsdóttir

Karlaflokkur: 1. sæti Eðvald Huginn Hólmarsson,  2. sæti Reynir Ingólfsson,  3. sæti Árni Bárðarson.

Fyrri greinSpennandi lokakafli framundan
Næsta greinRýmri tími til rjúpnaveiði