Margt gott í tapleik

Selfyssingar áttu ágætan leik þegar þeir mættu Breiðablik í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. Breiðablik hafði þó 3-1 sigur.

Þrátt fyrir tap var margt gott í leik Selfyssinga sem voru skipulagðir og vörðust vel í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en staðan var 0-0 í hálfleik.

Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik en um hann miðjan komu Blikar boltanum tvívegis framhjá Vigfúsi Ingasyni í marki Selfoss. Ingi Rafn Ingibergsson minnkaði muninn í 2-1 á 77. mínútu en Ingi var þá nýkominn inná sem varamaður.

Blikar áttu hins vegar síðasta orðið í leiknum þegar þeir skoruðu þriðja mark sitt á 81. mínútu og lokatölur leiksins voru 3-1.

Fyrri greinJafnt í hörkuleik
Næsta greinÆgir fékk skell – Stokkseyri tapaði