Margrét valin íþróttamaður HSK 2016

Margrét Lúðvígsdóttir, fimleikakona úr Ungmennafélagi Selfoss, er íþróttamaður Héraðssambandsins Skarphéðins 2016. Verðlaunin voru veitt á þingi sambandsins í Hveragerði í dag.

Á síðasta keppnistímabili keppti Margrét með blönduðu liði Selfoss þar sem hún var algjör lykilmanneskja. Hún keppti á öllum innlendu mótunum og sýndi þar mikla baráttu þegar liðið lenti í mótlæti og uppskar ríkulega með Íslands-, bikar- og deildarmeistaratitli. Margrét keppti með landsliði Íslands á Evrópumótinu sem fram fór í Slóveníu núna í haust. Liðið hafnaði í 3. sæti og var það í fyrsta skipti sem íslenskt lið í flokki blandaðra liða í flokki fullorðinna vinnur til verðlauna á Evrópumóti. Hún var valin fyrirliði liðsins fyrir mótið og keppti á öllum áhöldum, það er á trampólíní, dýnustökkum og gólfæfingum.

Það er fimm manna valnefnd sem velur íþróttamann HSK ár hvert. Tilnefnd í kjörinu voru:

Akstursíþróttamaður HSK 2016
Snorri Þór Árnason, Torfæruklúbbi Suðurlands

Badmintonmaður HSK 2016
Hrund Guðmundsdóttir, Íþróttafélaginu Hamri

Blakmaður HSK 2016
Hilmar Sigurjónsson, Íþróttafélaginu Hamri

Briddsmaður HSK 2016
Kristján Már Gunnarsson, Umf. Selfoss

Fimleikamaður HSK 2016
Margrét Lúðvígsdóttir, Umf. Selfoss

Frjálsíþróttamaður HSK 2016
Kristinn Þór Kristinsson, Umf. Selfoss

Golfmaður HSK 2016
Fannar Ingi Steingrímsson, Golfklúbbi Hveragerðis

Glímumaður HSK 2016
Marín Laufey Davíðsdóttur Umf. Þjótanda

Handkattleiksmaður HSK 2016
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss

Hestaíþróttamaður HSK 2016
Bjarni Bjarnason, Hestamannafélaginu Trausta

Íþróttamaður fatlaðra 2016
Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, Íþróttafélaginu Suðra

Júdómaður HSK 2016
Egill Blöndal, Umf. Selfoss

Knattspyrnumaður HSK 2016
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson Umf. Selfoss

Kraftlyftingamaður HSK 2016
Rósa Birgisdóttir, Umf. Stokkseyrar

Körfuknattleiksmaður HSK 2016
Emil Karel Einarsson, Umf. Þór

Lyftingamaður HSK 2016
Árni Rúnar Baldursson, Lyftingafélaginu Hengli

Mótorkrossmaður HSK 2016
Gyða Dögg Heiðarsdóttir, Umf. Selfoss

Skákmaður HSK 2016
Björgvin Smári Guðmundsson, Umf. Heklu.

Skotíþróttamaður HSK 2016
Snorri Jón Valsson, Skotíþróttafélagi Suðurlands

Sundmaður HSK 2016
Kári Valgeirsson, Umf. Selfoss

Taekwondomaður HSK 2016
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Umf. Selfoss

Einnig voru veitt sérverðlaun á þinginu. Íþróttafélagið Dímon sigraði í heildarstigakeppni HSK, Golfklúbbur Selfoss fékk unglingabikar HSK og frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss fékk foreldrastarfsbikar HSK. Þá var Kjartan Lárusson, Umf. Laugdæla, útnefndur öðlingur ársins.