Margrét og Nína í landsliðið

Tveir Sunnlendingar eru í U15 ára landsliði Íslands í körfubolta sem leika mun á sterku móti í Danmörku í sumar.

Tómas Holton, þjálfari liðsins, valdi þær Margréti Hrund Arnarsdóttur, Umf. Hrunamanna og Nínu Jenný Kristjánsdóttur, Umf. Heklu, í liðið.

Tólf leikmenn eru valdir í landsliðshópinn en U15 ára liðið er fyrsta stig í landsliðsstarfi KKÍ og undanfari U16 liðanna sem taka þátt í Norðurlandamótinu ár hvert.