Margrét íþróttamaður Hamars 2019

Margrét með verðlaun sín á aðalfundi Hamars. Ljósmynd/Aðsend

Badmintonkonan Margrét Guangbing Hu var útnefnd íþróttamaður Hamars árið 2019 á aðalfundi félagsins síðastliðinn sunnudag.

Margrét sýndi miklar framfarir á síðasta ári en hún var snemma árs valin í unglingalandslið U15 og síðan í U17 ára landsliðið í haust. Hún var einnig valin í æfingabúðir landsliða sem fóru fram á Grænlandi á liðnu sumri.

Margrét er í úrvalshópi Badmintonsambands Íslands og er farin að keppa í A-flokki fullorðinna þó hún sé enn skráð í B-flokk. Margrét stóð sig vel á mótum síðasta árs og var oftar en ekki á verðlaunapalli í sínum flokkum. Hún hampaði Íslandsmeistaratitli í flokki 15 ára unglinga og í tvíliðaleik í A flokki kvenna.

Fyrri greinSvipuð heildarvelta og í janúar 2019
Næsta greinAppelsínugul viðvörun á Suðurlandi