Margar spennandi og flottar viðureignir

HSK mótið í júdó árið 2014 var haldið í júdósalnum á Selfossi í byrjun janúar. Margar spennandi og flottar viðureignir sáust og óvænt úrslit.

Nokkur forföll voru vegna meiðsla og veikinda en alls voru fimmtán keppendur í þremur þyngdarflokkum auk opins flokks. Gaman var að sjá ungu keppendurna leggja þá eldri og reyndari.

Úrslit urðu eftirfarandi:

-73 kg flokkur
1. sæti Brynjólfur Ingvarsson
2. sæti Bjartþór Böðvarsson
3. sæti Hrafn Arnarson

-90 kg flokkur
1. sæti Egill Blöndal
2. sæti Guðmundur Tryggvi Ólafsson
3. sæti Þór Jónsson

+90 kg flokkur
1. sæti Baldur Pálsson
2. sæti Úlfur Böðvarsson
3. sæti Bergur Pálsson

Opinn flokkur
1. sæti Egill Blöndal
2. sæti Guðmundur Tryggvi Ólafsson
3. sæti Brynjólfur Ingvarsson

Fyrri greinSunnlendingar í framboði fyrir Vöku
Næsta grein„Sendi ekki nokkurn mann inn í brennandi hús“