Mandarínusalar í jólaskapi

Þær voru komnar í jólaskap stelpurnar í meistaraflokki Selfosskvenna í knattspyrnu sem ljósmyndari sunnlenska.is hitti á förnum vegi í dag.

Kvennaliðið gengur í hús á Selfossi í dag og selur mandarínur til þess að fjármagna æfingaferð til Spánar í vor.

Þó að stelpurnar dreymi um heitar strendur og knattspyrnuvellina á Spáni þá voru þær svo sannarlega í jólaskapi þar sem þær gengu um götur með mandarínukassana og hvarvetna var þeim vel tekið.

Fyrri greinÁrborg fær menningarsalinn
Næsta greinÓhapp hjá Herjólfi í Landeyjahöfn