Malson mátaði Hvíta riddarann

Sam Malson skoraði tvívegis fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann Hvíta riddarann 0-2 þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í kvöld í C-deild deildarbikars karla í knattspyrnu.

Fyrri hálfleikur var markalaus en í seinni hálfleik tók Sam Malson sig til og mátaði riddarann með tveimur mörkum á átta mínútna kafla í upphafi hálfleiksins.

Hvergerðingar fögnuðu þar sigri í sínum fyrsta leik í deildarbikarnum í vor og sitja sjálfkrafa í toppsætinu. Aðrir andstæðingar þeirra í riðlinum eru Björninn, Uppsveitir og Ýmir.