Majkić áfram á Selfossi

Danijel Majkić í leik með Selfyssingum í sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við Danijel Majkić um að leika áfram með liði félagsins og mun hann því spila með Selfyssingum í 1. deildinni næsta sumar.

Majkić, sem er 32 ára miðjumaður og kemur frá Bosníu-Hersegóvínu, gekk til liðs við Selfoss í vor og stóð sig mjög vel í sumar. Hann spilaði 22 leiki og skoraði í þeim þrjú mörk.

Selfoss var í 2. sæti 2. deildar karla í knattspyrnu þegar Íslandsmótið var flautað af síðastliðinn föstudag, vegna COVID-19, og munu Selfyssingar því leika í 1. deildinni á næsta ári.

Fyrri greinÞórir ráðinn forstjóri Heilsustofnunar NLFÍ
Næsta greinSveinn og Helga stýra Orkídeu