Magnús snýr aftur

Framherjinn Magnús Ingi Einarsson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Þessi öflugi og hraði markaskorari hefur spilað yfir fimmtíu leiki fyrir Selfoss, en hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki í Pepsi-deildinni sumarið2012.

Magnús lék síðast með Selfyssingum í 1. deildinni árið 2015 en hefur síðan spilað bæði með Dalvík/Reyni og Herði á Ísafirði.

Hann lék einn leik með Selfyssingum undir lok móts í Inkasso-deildinni í sumar og samdi í framhaldinu við félagið til eins árs.

Fyrri greinVerklok við Laugaland tefjast
Næsta greinSamstarf um innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu