Magnús skoraði eina mark Selfoss

Selfoss og Grótta skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í dag.

Selfyssingar voru sterkari aðilinn í leiknum en tókst ekki að nýta sín færi. Fyrri hálfleikur var markalaus en Selfyssingar komust yfir í síðari hálfleik með marki frá Magnúsi Inga Einarssyni.

Gróttumenn náðu hins vegar að jafna áður en yfir lauk svo að liðin skiptu með sér stigunum.

Selfyssingar unnu Gróttu 5-3 um síðustu helgi í leik um 3. sætið í B-deild fotbolti.net mótsins. Þá skoruðu Magnús Ingi (2), Þorsteinn Daníel Þorsteinsson, Birkir Pétursson og Haukur Ingi Gunnarsson mörkin.