Magnús ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts

Stjórn Rangárbakka ehf hefur gengið frá ráðningu Magnúsar Benediktssonar sem framkvæmdarstjóra Landsmóts hestamanna 2022.

Magnús er mörgum hestamönnum kunnur enda starfað lengi fyrir hestamannafélagið Sprett í Kópavogi og var framkvæmdastjóri Fjórðungsmóts Vesturlands sem haldið var í Borgarnesi sl. sumar með glæsibrag.

„Stjórn Rangárbakka hlakkar gríðarlega til verkefnisins og veit að unnið verður ötullega að því að halda glæsilegt Landsmót hestamanna sem allir geta verið stoltir af,“ segir í tilkynningu frá Rangárbökkum.

Landsmót hestamanna verður haldið 4.–10. júlí 2022 á Hellu. Miðasala fyrir viðburðinn fer í gang föstudaginn 5. nóvember næstkomandi og verða miðar á sérstöku forsöluverði fram að áramótum.

Fyrri greinMeisturunum skellt í fyrstu umferð
Næsta greinBráðdrepandi og hlægilega fyndið verk á fjalirnar á Selfossi