Magnús með bæði mörk Árborgar

Magnús Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörk Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Árborgar lagði Vatnaliljurnar 2-1 í 1. umferð C-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í kvöld.

Magnús Helgi Sigurðsson kom Árborg yfir á 38. mínútu og staðan var 1-0 í leikhléi. Árborgarar fengu nokkur færi til þess að bæta við fleiri mörkum en Magnús tvöfaldaði svo forskot heimamanna á 67. mínútu.

Vatnaliljurnar minnkuðu muninn fimm mínútum síðar og leikurinn var opinn í kjölfarið. Árborg fékk betri færi á lokakaflanum en tókst ekki að skora og niðurstaðan varð 2-1 sigur.