Magnús Karl bestur hjá Ægi

Markvörðurinn Magnús Karl Pétursson var útnefndur leikmaður ársins hjá Knattspyrnufélaginu Ægi á lokahófi félagsins á laugardagskvöld.

Magnús Karl átti frábært tímabil á milli stanganna hjá Ægi og hélt meðal annars marki sínu hreinu í 749 mínútur sem er einstakur árangur í 3. deildinni. Þannig fengu Ægismenn aðeins tvö mörk á sig í síðari umferð riðlakeppninnar.

Ingi Rafn Ingibergsson var markakóngur Ægis í sumar með tólf mörk og Eyþór Smári Þórbjörnsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn.

Dagskrá hófsins var með hefðbundnu sniði en Ægismenn gátu fagnað uppskeru sumarsins sérstaklega vel þar sem liðið tryggði sér sæti í 2. deildinni að ári.

Fyrri greinMyndbirting á Facebook breytti öllu
Næsta greinGlæsilegur fjallaskáli vígður við Hald