Magnús fyrstur til að ljúka hæsta stigi þjálfaranáms

Magnús og Genadijus Sokolovas. Ljósmynd/Aðsend

Magnús Tryggvason, þjálfari hjá Sunddeild Hamars, útskrifaðist af Level 3 þjálfaranámskeiði Alþjóðasundsambandsins (FINA) sem haldið var á vegum Sundsambands Íslands í lok september.

Þetta er hæsta stig þjálfaramenntunar sem FINA býður upp á en sá sem kenndi á námskeiðinu var Genadijus Sokolovas, einn helsti sérfræðingur heims í sundi. Sokolovas hefur komið að þjálfun helstu afreksmanna heimsins í sundi eins og Michael Phelps og Natalie Coughlin.

Þeir sem sátu þetta námskeið voru sammála um að þeir höfðu lært gríðarlega mikið og það hefði verið mikill heiður að fá þennan sundsérfræðing hingar til lands. Magnús var eini Íslendingurinn sem sat þetta alþjóðlega námskeið og er því fyrsti Íslendingurinn sem nær þessu þjálfarastigi.

Fyrri grein„Undirtektirnar framar öllum væntingum“
Næsta greinSundmannakláði í Landmannalaugum