Magnús Aron þjálfar Svía

Selfyssingurinn Magnús Aron Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í kringlukasti, hefur verið ráðinn sem einn landsliðsþjálfara Svíþjóðar í kastgreinum.

Magnús Aron mun hafa umsjón með þjálfun landsliðsmanna Svía í kringlukasti.

Fyrir áratug síðan Magnús Aron fremsti kringlukastari Íslands og gerði um tíma harða hríð að Íslandsmeti Vésteins Hafsteinssonar en án árangurs. Magnús Aron keppti m.a. í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Sydney fyrir 10 árum og var ekki langt frá því að komast í úrslit. Hann hefur búið í Svíþjóð og í Danmörku í rúman áratug en hætti sem atvinnukeppnismaður fyrir nokkrum árum en heldur sér í góðu formi og varð m.a. í fimmta sæti í kringlukasti á sænska meistaramótinu í sumar.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að Magnús Aron hafi lagt stund á þjálfaranám í Lundi þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni Völu Flosadóttur, bronsverðlaunahafa í stangarstökki á ÓL í Sydney.

Fyrri greinRokksveifla í Réttinni
Næsta greinFimmtán ára innbrotsþjófur