Magnaður sigur skilaði Selfyssingum sæti í 3. umferð

Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga í dag. Ljósmynd/Jóhannes Eiríksson

Selfyssingar eru komnir í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta eftir frábæran sigur á slóvanska liðinu Ribnica á Selfossi í kvöld, 32-26.

Ribnica vann fyrri leikinn í Slóveníu um síðustu helgi 30-27, þannig að Selfoss vann samtals með þriggja marka mun, 59-56.

Selfoss tók leikinn í sínar hendur snemma og náði mest sjö marka forskoti en staðan í leikhléi var 15-10. Því forskoti hélt Selfoss allan seinni hálfleikinn en gestirnir náðu aldrei að saxa forskotið niður í meira en fjögur mörk.

Alexander Egan skoraði 8 mörk fyrir Selfoss og var markahæstur. Einar Sverrisson skoraði 6/4, Elvar Örn Jónsson 5, Atli Ævar Ingólfsson og Hergeir Grímsson 4, Haukur Þrastarson 3 og Árni Steinn Steinþórsson 2. Sölvi Ólafsson varði 6/1 skot og Pawel Kiepulski 5/1.

Þriðja umferð EHF-bikarsins verður leikin 17. og 24. nóvember næstkomandi. Nú bætast stærstu lið Evrópu við í pottinn, meðal annars  Magdeburg, Kiel, Granollers og ríkjandi meistarar í Füchse Berlin.

Fyrri greinHamar í stuði en Selfoss tapaði
Næsta greinSpjaldtölvuvæðing í Reykholti