Magnaður sigur Selfyssinga

Vilius Rasimas. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann magnaðan sigur á KA í Olísdeild karla í handbolta í Set-höllinni á Selfossi í gærkvöldi. Lokatölur urðu 34-24.

Selfyssingar keyrðu yfir KA menn í fyrri hálfleik og leiddu 21-12 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var sömuleiðis í öruggum höndum heimamanna sem spiluðu góða vörn lengst af og fóru á kostum í sókninni.

Mörkin komu úr öllum áttum en Einar Sverrisson, Ísak Gústafsson, Guðjón Baldur Ómarsson og Sigurður Snær Sigurjónsson skoruðu allir 6 mörk, Atli Ævar Ingólfsson, Hannes Höskuldsson og Tryggvi Sigurberg Traustason skoruðu 2 mörk hver og þeir Karolis Stropus, Elvar Elí Hallgrímsson, Guðmundur Hólmar Helgason og Sölvi Svavarsson skoruðu allir 1 mark.

Vilius Rasimas var frábær í markinu hjá Selfyssingum varði 18 skot og var með 48,6% markvörslu. Jón Þórarinn Þorsteinsson varði 3 skot og var með 37,5% markvörslu..

Selfoss er í 4. sæti deildarinnar með 7 stig en KA er í 9. sæti með 5 stig.

Fyrri greinJöklaleikhúsið leiklesið á Selfossi
Næsta greinHamar vann úti – Hrunamenn og Selfoss töpuðu