Magnaður lokasprettur Þórsara

Nikolas Tomsick skoraði 39 stig fyrir Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann frábæran sigur á KR í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Úrslitin réðust í ótrúlegum 4. leikhluta.

Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en KR átti gott áhlaup í 2. leikhluta og leiddi í leikhléi, 37-54. Gestirnir héldu forskotinu langt fram í seinni hálfleikinn og allt leit út fyrir sigur þeirra.

KR var yfir, 76-88, þegar sex mínútur voru eftir af leiknum en Þórsarar skoruðu síðustu nítján stig leiksins og tryggðu sér 95-88 sigur eftir að hafa tekið síðasta fjórðunginn 33-7.

Kinu Rochford átti frábæran leik fyrir Þór í kvöld, skoraði 30 stig og tók 12 fráköst. Nikolas Tomsick var sömuleiðis öflugur með 26 stig og 12 stoðsendingar.

Þór hefur nú 14 stig í 6. sæti deildarinnar en KR er í 4. sæti með 18 stig.

Tölfræði Þórs: Kinu Rochford 30/12 fráköst, Nikolas Tomsick 26/5 fráköst/12 stoðsendingar, Jaka Brodnik 18, Halldór Garðar Hermannsson 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 5, Ragnar Örn Bragason 2, Emil Karel Einarsson 6 fráköst.

Fyrri greinNýjar tveggja herbergja íbúðir í Þorlákshöfn á 14,6 milljónir króna
Næsta greinFyrsti milljónamæringur ársins er Sunnlendingur