Mæðginin klúbbmeistarar á Hellu

Katrín Björg og Andri Már fögnuðu sigri á mótinu. Ljósmynd/ Sólveig Stolzenwald

Velheppnað meistaramót Golfklúbbs Hellu fór fram í blíðskaparveðri, frábærum félagsskap og hörku stemmningu á Strandarvelli í síðustu viku. Þrjátíu og tveir félagar tóku þátt í mótinu sem er allgott en alltaf má gera betur.

Klúbbmeistarar GHR 2025 eru mæðginin Andri Már Óskarsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir. Andri Már sigraði í meistaraflokki karla og Katrín Björg í 1. flokki kvenna. Andri Már lék hringina fjóra á 287 höggum, sjö höggum yfir pari. Hann lék frábært golf á fyrsta degi þar sem hann fór hringinn á 67 höggum.

Mótið fór fram í blíðskaparveðri. Ljósmynd/Sólveig Stolzenwald

Lokahóf með kvöldverði og verðlaunaafhendingu fór fram að aflokinni keppni laugardagskvöldið 5. júlí. Heimir Hafsteinsson formaður setti skemmtunina en Loftur Þór Pétursson sá um að veislustýra sem hann fór létt með eins og honum einum er lagið, það flugu brandarar og stökur félögum til mikillar skemmtunar.

Sigurvegarar í einstökum flokkum:
Mfl. karla – Andri Már Óskarsson
1. fl. karla – Óskar Pálsson
2. fl. karla – Halldór Ingi Lúðvíksson
3. fl. karla – Friðrik Sölvi Þórarinsson
4. fl. karla – Ellert Geir Ingvason
1.fl kvenna – Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir
2. fl. kvenna – Elín Sigríður Óladóttir
3. fl. kvenna – Særún Sæmundsdóttir.
Öldungafl. karla – Svavar Gísli Ingvason
Öldungafl. kvenna – Sólveig Stolzenwald
Ungmennaflokkur – Sindri Páll Andrason

Verðlaunahafar á mótinu. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinGestirnir jöfnuðu á lokamínútunni
Næsta greinFjögurra ára afmæli Listasels fagnað