Maciej Baginski í Þór

Maciej Stanislav Baginski hefur samið við körfuknattleiksdeild Þórs um að leika með liðinu í Domino's-deildinni á næsta keppnistímabili.

Í tilkynningu frá Þórsurum segir að það sé ánægjulegt að fá þennan öfluga leikmann í raðir liðsins og passar hann vel inn í hópinn.

Maciej er 21 árs og hefur leikið með öllum yngri landsliðum KKÍ frá 13 ára aldri. Hann hefur leikið með Njarðvík alla tíð en nú ákvað hann að söðla um.

Á liðinni leiktíð var Maciej með 12,3 stig og 11,4 framlagsstig að meðaltali.