Mæðgur keppa á Hálandaleikunum

Hinum íslensku hálandaleikum hefur verið frestað um einn dag og verða þeir haldnir í bæjargarðinum á Selfossi á sunnudaginn og hefjast kl. 11:00.

Útlit er fyrir rigningu á laugardag en mun betra veður á sunnudag.

Mótið er alþjóðlegt en keppt verður í hinum hefðbundnu skosku hálandagreinum í karla og kvennaflokki.

Meðal keppnisgreina eru steinkast, lóðkast, sleggjukast, heybaggakast og staurakast.

Meðal keppenda eru heimsmeistarinn Matt Vincent frá Bandaríkjunum, Kandameistarinn Greg Hadley og Íslandsmeistarinn Heisi Geirmundson.

Í kvennaflokki keppa meðal annars Selfyssingurinn Bryndís Ólafsdóttir og mæðgurnar Þóra Þorsteinsdóttir og Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir frá Stokkseyri. Þóra varð í 2. sæti í keppninni í fyrra og Bryndís í því þriðja eftir æsispennandi keppni.

Allir keppa í skotapilsi og dúndrandi tónlist verður á keppnissvæðinu og enginn aðgangseyrir.

UPPFÆRT 31.05.13 KL. 23:59

Fyrri greinLúðrasveitin og Jónas Sig fengu menningarverðlaun
Næsta greinByggðaþróunarverkefni í Skaftárhreppi