Mæðgin sigruðu á meistaramótinu

Meistaramóti Golfklúbbs Hellu lauk á laugardaginn í blíðskaparveðri en fyrstu þrjá dagana var þó nokkur vindur. Mæðginin Katrín Björg Aðalsteinsdóttir og Andri Már Óskarsson urðu klúbbmeistarar.

Völlurinn var mjög krefjandi þar sem miklir þurrkar hafa verið undanfarið en kylfingarnir höfðu gaman af að glíma við hann.

Andri Már varð klúbbmeistari 2016, hann lék hringina á 67-71-77-73 samtals á 288 höggum. Katrín Björg varð klúbbmeistari kvenna, hún lék hringina á 90-89-94-88 samtals á 361 höggi.

Tveir drengir úr 13 til 16 ára tóku þátt og þar vann Daði Freyr Hermannsson hann spilaði sína hringi á 98-83-91-88 samtals á 360 höggum Einn drengur var í 12 ára og yngri en það var Jón Bragi Þórisson hann spilaði 2 9 holu hringi.

Önnur úrslit má sjá inn á golf.is