Lúðvík nýr formaður

Lúðvík Ólason er nýr formaður handknattleiksdeildar Umf. Selfoss en aðalfundur deildarinnar var haldinn í síðustu viku í félagsheimilinu Tíbrá.

Lúðvík tekur við embættinu af Þorsteini Rúnari Ásgeirssyni, sem situr áfram í stjórninni sem gjaldkeri.

Með þeim í stjórninni eru Magnús Matthíasson, ritari, Tinna Soffía Traustadóttir, Jón Birgir Guðmundsson, Grímur Hergeirsson og Gunnar Jón Yngvason.

Fyrri greinSaumur besti lambafaðirinn
Næsta greinSunnlendingarnir allir í byrjunarliðinu