Loksins sigur hjá Mílan

Eftir langa bið krækti ÍF Mílan loks í sigur í 1. deild karla í handbolta, þegar ÍH kom í heimsókn í Vallaskóla í kvöld.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en staðan var 11-10 í hálfleik. Í undanförnum leikjum hefur liði Mílan runnið þrek þegar liðið hefur á leikina en í kvöld héldu þeir sínu striki í síðari hálfleik, juku forskotið og sigruðu með þriggja marka mun, 25-23.

Atli Kristinsson var markahæstur hjá Mílan með 6 mörk, Ívar Grétarsson, Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Eyþór Jónsson skoruðu allir 3 mörk, Viðar Ingólfsson, Ársæll Einar Ársælsson og Guðmundur Garðar Sigfússon skoruðu 2 mörk og þeir Magnús Már Magnússon, Róbert Daði Heimisson, Ketill Hauksson og Sævar Þór Gíslason skoruðu allir eitt mark.

Leynivopn ÍH, Kári Jónsson, komst ekki á blað í kvöld. Krókurinn sem Mílan beitti á móti bragði ÍH var að spila lög með 200 þúsund naglbítum fyrir leik og virðist það hafa slegið Kára og félaga út af laginu.