Loksins sigur hjá Hamri

Rui Costa, þjálfari Hamars, ræðir málin við sína menn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar átti ekki í miklum vandræðum með að leggja botnlið ÍA að velli í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Liðin mættust í Hveragerði, þar sem lokatölur urðu 92-70.

Heimamenn tóku öll völd á vellinum í 1. leikhluta og í góðri stöðu í hálfleik, 37-27. Þriðji leikhluti var í járnum en í þeim fjórða stungu Hvergerðingar af og kláruðu leikinn sannfærandi.

Dareial Franklin var allt í öllu hjá Hamri, hann skoraði 43 stig og tók 15 fráköst.

Þrátt fyrir sigurinn breytist staða Hamars ekki á töflunni, liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með 6 stig, sem segir okkur að þetta hafi aðeins verið þriðji sigur liðsins í vetur.

Tölfræði Hamars: Dareial Franklin 43/15 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 14/8 fráköst, Oddur Ólafsson 8/6 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 6, Baldur Freyr Valgeirsson 5/7 fráköst, Snorri Þorvaldsson 5/4 fráköst, Sigurður Dagur Hjaltason 3, Haukur Davíðsson 3, Daníel Sigmar Kristjánsson 3/8 fráköst, Maciek Klimaszewski 2.

Fyrri greinÓmar Ingi lykilmaður í sigri Íslands
Næsta greinFengu tiltal frá lögreglu vegna sóttvarna