Loksins sigur hjá Þórsurum

Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta sigur í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Stjörnuna að velli á heimavelli, 85-77.

Gestirnir voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 33-40. Þórsarar náðu að komast yfir í 3. leikhluta og luku svo leiknum af miklum krafti í þeim fjórða, þar sem þeir skoruðu 30 stig.

Halldór Garðar Hermannsson var bestur í liði Þórs í kvöld en Jesse Pellot-Rosa og Emil Karel Einarsson skiluðu líka góðu framlagi.

Þór er í tíunda sæti deildarinnar með tvö stig að loknum fjórum leikjum.

Tölfræði Þórs: Jesse Pellot-Rosa 20/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 19/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 13/5 fráköst/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 11, Ólafur Helgi Jónsson 10, Davíð Arnar Ágústsson 7, Adam Eiður Ásgeirsson 5.

Fyrri greinHamar hraðmótsmeistari í fimmtánda sinn
Næsta greinHvergerðingar skelltu Blikum