Loksins sigraði Hamar – Selfoss tapaði í framlengingu

Dareial Franklin skoraði 27 stig fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann sinn fjórða sigur í 1. deild karla í körfubolta í vetur þegar liðið heimsótti botnlið ÍA á Akranes í kvöld.

Leikurinn var jafn allan tímann, Hamar leiddi 35-42 í hálfleik og jók forskotið enn frekar í 3. leikhluta. ÍA kom til baka í 4. leikhluta en náði ekki að brúa bilið og Hamar sigraði 81-84. Dareial Franklin var stigahæstur hjá Hamri með 27 stig og Björn Ásgeir Ásgeirsson skoraði 25.

Selfoss heimsótti Fjölni í Grafarvoginn. Eftir sveiflukenndan leik þurfti framlengingu til þess að knýja fram úrslit. Selfoss leiddi 42-58 í hálfleik en Fjölnir kom til baka í seinni hálfleiknum og tryggði sér framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 93-93 en í framlengingunni gekk Selfyssingum ekkert að skora og Fjölnir sigraði 104-95. Gerald Robinson var með tröllatvennu fyrir Selfoss, skoraði 32 stig og tók 16 fráköst og Gasper Rojko var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu.

Hamar er áfram í 9. sæti deildarinnar, nú með 8 stig en Selfyssingar eru í 6. sæti með 22 stig.

Tölfræði Hamars: Dareial Franklin 27/9 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 25/5 stoðsendingar, Maciek Klimaszewski 16, Daði Berg Grétarsson 7/8 fráköst/7 stoðsendingar, Benoný Svanur Sigurðsson 3/7 fráköst, Haukur Davíðsson 2, Alfonso Birgir Gomez 2/4 fráköst, Baldur Freyr Valgeirsson 2, Daníel Sigmar Kristjánsson 4 fráköst.

Tölfræði Selfoss: Gerald Robinson 31/16 fráköst, Trevon Evans 17/9 fráköst/9 stoðsendingar, Gasper Rojko 17/13 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Ísar Freyr Jónasson 17/5 fráköst, Styrmir Jónasson 6, Arnar Geir Líndal 3, Vito Smojver 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2.

Fyrri greinMeistararnir kláruðu botnliðið
Næsta greinTrausti nýr formaður sauðfjárbænda