Lögmenn styrkja Selfyssinga áfram

Knattspyrnudeild Selfoss og Lögmenn Suðurlands skrifuðu í gær undir áframhaldandi samstarfssamning.

Lögmenn Suðurlands munu áfram vera með auglýsingu aftan á búningum hjá bæði karla og kvennaliði Selfoss.

„Samstarfið hefur gengið mjög vel á milli okkar og nýi samningurinn er enn umfangsmeiri en verið hefur síðastliðin ár,” sagði Tómas Þóroddsson, meistaraflokksráðsmaður, í samtali við sunnlenska.is