Logi fékk æskulýðsbikarinn

Hestamannafélagið Logi í Biskupstungum hlaut Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna á landsþingi sambandsins sem haldið var á dögunum.

Logamenn og -konur eru vel að viðurkenningunni komin en æskulýðsstarfið í félaginu hefur verið í miklum blóma og þátttaka barna og unglinga í viðburðum félagsins frábær.

Formaður félagsins, Guðrún Magnúsdóttir, veitti bikarnum viðtöku á landsþinginu sem haldið var á Akureyri.