Lítil gleði í Grafarvoginum

Franck Kamgain. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar heimsótti Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í kvöld í Grafarvoginn. Fjölnismenn unnu öruggan sigur, 108-85.

Fjölnir var sterkari aðilinn allan tímann, þeir komu sér upp góðu forskoti í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 50-34.

Þeir gulu gerðu svo út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks, þar sem þeir náðu 25 stiga forskoti, 62-37. Hvergerðingar áttu enga von á endurkomu og Fjölnir vann öruggan sigur.

Hamar er í 10. sæti deildarinnar með 2 stig en Fjölnir er í 3. sæti með 8 stig.

Fjölnir-Hamar 108-85 (29-19, 21-15, 29-22, 29-29)
Tölfræði Hamars: Franck Kamgain 39/11 fráköst, Ísak Sigurðarson 14/4 fráköst, Birkir Máni Daðason 10, Egill Þór Friðriksson 8, Björn Ásgeir Ásgeirsson 6, Daníel Sigmar Kristjánsson 4, Arnar Dagur Daðason 4.

Fyrri greinHaukar 2 unnu öruggan sigur á Selfoss 2
Næsta greinDraumur Stokkseyringa rætist