Lítið skorað í Seljaskóla

Álfhildur Þorsteinsdóttir skoraði 9 stig og tók 9 fráköst. Ljósmynd/Benóný Þórhallsson

Hamar tapaði 54-35 í kaflaskiptum leik gegn ÍR í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld, þar sem varnirnar voru í hávegum hafðar.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en ÍR leiddi í leikhléi, 31-26. Hvergerðingum gekk illa að finna körfuna í seinni hálfleik, sérstaklega í síðasta fjórðungnum þar sem þær skoruðu aðeins 7 stig gegn 14 stigum ÍR. Lokatölur urðu 54-35.

Hamar er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig en ÍR er í 5. sæti með 4 stig.

Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 17/6 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 8/13 fráköst, Helga Sóley Heiðarsdóttir 7, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 3/4 fráköst, Adda María Óttarsdóttir 4 fráköst.

Fyrri greinEfnilegar knattspyrnukonur semja við Selfoss
Næsta greinÞingvellir, friðun og fullveldi