Litháískur landsliðsmarkvörður til Selfoss

Vilius Rašimas. Ljósmynd/selfoss.net

Litháíski landsliðsmarkmaðurinn Vilius Rašimas hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Frá þessu er greint á heimasíðu Selfoss.

Rašimas er þrítugur og reynslumikill markmaður en hann hefur verið í landsliði Litháen síðan 2010. Hann kemur til Selfoss frá Þýska liðinu EHV Aue, en hann hefur meðal annars leikið með Kaunas í heimalandi sínu og pólska liðinu Azoty Pulawy sem Selfyssingar mættu í Evrópukeppninni 2018.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss er Rašimas boðinn hjartanlega velkominn sagt að gaman verðiað sjá þennan reynda markmann spreyta sig með liðinu í Olísdeildinni í vetur, en það er ljóst að hann mun verða liðinu góð styrking.

Fyrri greinFyrrverandi gjaldkeri BFÁ dæmdur í 12 mánaða fangelsi
Næsta greinÁsgeir með tvenna tónleika á Suðurlandi