Litháarnir lögðu Árborg

Knattspyrnufélag Árborgar varð í 6. sæti í 2. deild karla í körfuknattleik eftir tap í leik um 5. sætið við Félag Litháa, 81-71.

Leikurinn var jafn en undir lok fyrsta fjórðungs og í upphafi annars slitu Litháarnir sig frá Árborgurum og héldu því forskoti út leikinn.

Bragi Bjarnason var stigahæstur hjá Árborg með 29 stig en Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson skoraði 15.

Þar með lýkur fyrsta keppnistímabili knattspyrnuliðsins í deildarkeppni í körfuknattleik.

Fyrri greinÁstand skepna ótrúlega gott
Næsta greinFlughálka í öskunni