Líney elsti keppandinn á Landsmóti 50+

Líney Bogadóttir er elsti keppandi Landsmóts 50+ sem sett var í íþróttahúsinu í Hveragerði í kvöld. Líney verður 95 ára síðar á þessu ári.

Líney keppir í boccia og stóð hún sig vel í riðlakeppninni í dag. Á myndinni sem fylgir fréttinni eru aldursforsetinn og dóttir hennar, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmastjóri ÍSÍ, sem voru kátar að leik loknum í dag.

Mikill fjöldi þátttakenda er skráður á mótið og verður keppt bæði laugardag og sunnudag. Síðasta keppnisgreinin er stígvélakast, sem háð verður í Lystigarðinum og að því loknu verður mótinu slitið þar, kl. 14:00 á sunnudag.

Fyrri greinJafntefli í sex stiga leik
Næsta grein„Einstakt sjónarspil sem enginn ætti að láta framhjá sér fara“