Lilleström skoðar Babacar

Miðjumaðurinn öflugi, Babacar Sarr, heldur á morgun til Noregs þar sem hann mun verða til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu Lilleström.

Babacar kom til Selfyssinga í vor og er samningsbundinn liðinu út árið 2012.

Hann blómstraði á miðjunni hjá Selfossliðinu í sumar og var valinn annar af leikmönnum ársins á lokahófi félagsins sl. laugardag.