Lífland styrkir Knattspyrnufélag Árborgar

Arnar Þórisson, forstjóri Líflands og Þórarinn Smári Thorlacius, stjórnarmaður hjá Knattspyrnufélagi Árborgar. Ljósmynd/Aðsend

Lífland hefur gert samstarfssamning við Knattspyrnufélag Árborgar. Með undirritun samningsins mun Lífland styðja við það blómlega starf sem knattspyrnufélagið heldur úti.

Heimaleikir liðsins á Selfossi verða næstu tvö árin í boði Líflands og munu báðir aðilar leitast eftir að gera samstarfið sem árangursríkast á allan hátt.

Lífland opnaði síðastliðið haust verslun á Selfossi sem fengið hefur góðar viðtökur bæjarbúa og íbúa í nærsveitum. Starfsemi Líflands lýtur að margþættri þjónustu og vörum tengdum hestaíþróttum, landbúnaði, dýrahaldi, matvælaiðnaði og útivist. Verslanir Líflands eru á sex stöðum á landinu þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við nærsamfélagið á hverjum stað með fjölbreyttum hætti.

Fyrri greinJóhanna Ýr valin í úrvalsliðið
Næsta greinUnnur Birna djazzar við Tryggvaskála