Líf og fjör í Kvennahlaupinu

Frá Kvennahlaupinu á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ er haldið í dag á yfir 80 stöðum á land­inu. Það var líf og fjör á Selfossi í morgun þegar hlaupið var ræst og fjöldi kvenna hljóp með bros á vör og sól í hjarta.

Það er 2. flokkur kvenna í knattspyrnu hjá Ungmennafélagi Selfoss sem hefur veg og vanda að hlaupinu á Selfossi að þessu sinni og fórst stúlkunum það vel úr hendi.

Fyrsta Kvenna­hlaupið var haldið árið 1990. Upp­haf­lega var markmið hlaups­ins að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja konur til þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar en í dager áherslan ekki hvað síst á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum.

Fyrri greinSelfoss áfram í bikarnum
Næsta greinÁrborg vann aftur í vítakeppni – Stokkseyri úr leik