Líf og fjör á Héraðsleikum

Það var mikið líf og fjör og vel tekið á því í íþróttahúsinu á Hellu í morgun þegar Héraðsleikar HSK í frjálsum íþróttum fóru fram.

Dagurinn hófst á því að 8 ára og yngri kepptu saman í liðum í þrautabraut en síðan tóku við hefðbundnar innanhússgreinar í aldursflokkum 9 og 10 ára.

Alls voru 115 frjálsíþróttakrakkar frá átta aðildarfélögum HSK skráð til leiks á mótinu.